Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn 26. maí 2007 18:45 Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf. Fréttir Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf.
Fréttir Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira