Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri 26. maí 2007 18:58 Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. Allar eigur Kambs ehf. á Flateyri hafa verið til sölu frá því fiskvinnslan var nýlega lögð niður. Í eigu félagsins voru fimm línubátar með hátt í 2700 þorskígildistonn og fiskvinnsluhúsið. Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs segir að samkomulag hafi verið gert um að tveir línubátar með um 1600 þorskígildistonn verði seldir til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Þriðji báturinn var seldur til Dalvíkur en ekki hefur borist tilboð í fiskvinnsluhúsið. Hinrik segir að verið sé að ganga frá sölu síðustu tveggja bátanna til annarra staða á landinu. Miklar áhyggjur eru af atvinnuástandinu á Flateyri eftir að 120 starfsmönnum Kambs var sagt upp störfum. Nýlega var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á Ísafirði að gera úttekt á því hvort bæjayfirvöld gætu stofnað almenningshlutafélag sem keypti aflaheimildir til að halda fiskvinnslunni á staðnum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segist hlynntur því að gerð verði úttekt en staðreyndin sé sú að tiltölulega lítill afli fáist fyrir mikið fé. Bæjarstjórinn segir einnig að kanna verði hvort skynsamlegra sé að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum fremur en að bæjaryfirvöld kaupi kvóta. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sagðist í hádegisviðtalinu í dag hafa fulla trú á að það takist að bjarga atvvinnulífinu á Flateyri Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. Allar eigur Kambs ehf. á Flateyri hafa verið til sölu frá því fiskvinnslan var nýlega lögð niður. Í eigu félagsins voru fimm línubátar með hátt í 2700 þorskígildistonn og fiskvinnsluhúsið. Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs segir að samkomulag hafi verið gert um að tveir línubátar með um 1600 þorskígildistonn verði seldir til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Þriðji báturinn var seldur til Dalvíkur en ekki hefur borist tilboð í fiskvinnsluhúsið. Hinrik segir að verið sé að ganga frá sölu síðustu tveggja bátanna til annarra staða á landinu. Miklar áhyggjur eru af atvinnuástandinu á Flateyri eftir að 120 starfsmönnum Kambs var sagt upp störfum. Nýlega var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á Ísafirði að gera úttekt á því hvort bæjayfirvöld gætu stofnað almenningshlutafélag sem keypti aflaheimildir til að halda fiskvinnslunni á staðnum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segist hlynntur því að gerð verði úttekt en staðreyndin sé sú að tiltölulega lítill afli fáist fyrir mikið fé. Bæjarstjórinn segir einnig að kanna verði hvort skynsamlegra sé að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum fremur en að bæjaryfirvöld kaupi kvóta. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sagðist í hádegisviðtalinu í dag hafa fulla trú á að það takist að bjarga atvvinnulífinu á Flateyri
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira