Erlent

Stormur og flóð granda fimm í Texas

Búist er við að veðurhamurinn haldi áfram um helgina.
Búist er við að veðurhamurinn haldi áfram um helgina. MYND/Getty images

 

Fimm létust og tugum manna var bjargað úr flóðum í stormi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Frekari veðurham og rigningu er spáð um helgina. Þjóðvarðarlið hefur verið sent til Waco, Austin og San Antonio. Fréttastofa CNN segir að um 100 heimili og fyrirtæki hafi skemmst í veðurhamnum auk þess sem minniháttar meiðsl hafi verið tilkynnt.

Um 30 manns hafa leitað af 22 ára gömlum manni sem hringdi í móður sína og tilkynnti flóðið hefði hrifið tækjabíl hans með sér. Fimm og sex ára gamlir bræður eru meðal þeirra sem létust. Jeppi sem þeir voru í skolaði burt af vegi. Móður þeirra og tveimur systkynum var bjargað úr bílnum. Flóðið óx hins vegar of hratt til að björgunarmenn næðu bræðrunum út úr bílnum.

 

 

Veðrið hafði einnig áhrif í Kansas og er mikill viðbúnaður þar. Þó er búist við að svæðið við Arkansas ánna verði verst úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×