Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara 27. maí 2007 18:56 Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira