Erlent

Páfi endurvekur trúarbragðadeild Vatíkansins

Benedikt páfi ætlar sér að stækka á ný deild sem sér um samskipti trúarbragða innan kaþólsku kirkjunnar. Ein af fyrstu ákvörðunum sem hann tók þegar hann varð páfi var að minnka deildina verulega. Talið er að páfinn sé að þessu til þess að reyna að bæta samskipti múslima og kristinna.

Í september í fyrra vakti hann reiði margra múslima þegar hann sagði að íslam og ofbeldi færu saman. Páfinn sagði þó orð sín hafa verið tekin úr samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×