Hundruð milljóna svik á ári hverju Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júní 2007 19:16 Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur. Starfsemi eftirlitsins hjá Tryggingastofnun hefur ekki farið hátt en því var komið á laggirnar árið 2005. Síðan þá hafa 200 tryggingasvikamál verið upplýst. Svikin eru einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi þegar fólk skráir sig sem einstætt foreldri en er það ekki. Af 200 málum sem Tryggingastofnun hefur rannsakað og upplýst eru 117 vegna fólks sem svíkur bætur út úr kerfinu með því að skrá sig einstætt foreldri en er í raun í sambúð og makinn hefur þá skráð lögheimili annars staðar. Í öðru lagi þegar fólk svíkur út atvinnuleysisbætur en stundar svarta vinnu. 69 slík mál hafa verið upplýst frá 2005. Og í þriðja lagi eru sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu sem senda frá sér tilhæfulausa reikninga eða rukka fyrir þjónustu sem er ekki að fullu veitt. Tíu slík mál hafa verið upplýst. Um 130 ábendingar komið frá almenningi. Eftirlitið hefur rannsakað stóran hluta þeirra og upp undir helmingur ábendinganna hefur reynst á rökum reist. Gunnar segir rannsókn yrði mun auðveldari ef heimildir væru rýmri til að afla upplýsinga. Verið er að taka þessi mál út fyrir Tryggingastofnun og skoða hvaða heimildir myndu gagnast best, einnig hvort rétt sé að herða viðurlög. Í Svíþjóð er áætlað að um eitt prósent í almannatryggingunum séu svik. Hér fara um 75 milljarðar á ári gegnum Tryggingastofnun, eitt prósent af því væri 750 milljónir. Innlent Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur. Starfsemi eftirlitsins hjá Tryggingastofnun hefur ekki farið hátt en því var komið á laggirnar árið 2005. Síðan þá hafa 200 tryggingasvikamál verið upplýst. Svikin eru einkum þrenns konar. Í fyrsta lagi þegar fólk skráir sig sem einstætt foreldri en er það ekki. Af 200 málum sem Tryggingastofnun hefur rannsakað og upplýst eru 117 vegna fólks sem svíkur bætur út úr kerfinu með því að skrá sig einstætt foreldri en er í raun í sambúð og makinn hefur þá skráð lögheimili annars staðar. Í öðru lagi þegar fólk svíkur út atvinnuleysisbætur en stundar svarta vinnu. 69 slík mál hafa verið upplýst frá 2005. Og í þriðja lagi eru sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu sem senda frá sér tilhæfulausa reikninga eða rukka fyrir þjónustu sem er ekki að fullu veitt. Tíu slík mál hafa verið upplýst. Um 130 ábendingar komið frá almenningi. Eftirlitið hefur rannsakað stóran hluta þeirra og upp undir helmingur ábendinganna hefur reynst á rökum reist. Gunnar segir rannsókn yrði mun auðveldari ef heimildir væru rýmri til að afla upplýsinga. Verið er að taka þessi mál út fyrir Tryggingastofnun og skoða hvaða heimildir myndu gagnast best, einnig hvort rétt sé að herða viðurlög. Í Svíþjóð er áætlað að um eitt prósent í almannatryggingunum séu svik. Hér fara um 75 milljarðar á ári gegnum Tryggingastofnun, eitt prósent af því væri 750 milljónir.
Innlent Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent