Varað við Yasmín pillunni í Danmörku 4. júní 2007 18:55 Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Dags Dato á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 í gær. Greint var frá því að hátt í í sjö hundruð danskar konur eigi við alvarleg heilsuvandamál að stríða vegna notkunar á getnaðarvarnarpillum. Aukaverkanirnar geta verið mismunandi en ein sú alvarlegasta er blóðtappi sem getur dregið konur til dauða. Grunur leikur á að getnaðarvarnarpillan Yasmín valdi meiri aukaverkunum en aðrar pillur. Talið er að dauða tveggja kvenna undir tvítugu í Danmörku nýlega megi rekja beint til Yasmín pillunnar. Á síðustu fimm árum hafa 10 stúlkur undir tvítugu sem notuðu Yasmín pilluna verið lagðar inn á Esbjerg spítala í suður Danmörku vegna blóðtappa í lungum. Yasmín pillan er vinsælust meðal yngri kvenna þar í landi og hefur verið auglýst að hún valdi ekki þyngdaraukningu. Louise Nilsen fékk blóðtappa 24 ára gömul fyrir fjórum árum og var nær dauða en lífi. Blóðtappinn var rakinn til Yasmín pillunnar. Þýska lyfjafyrirtækið Bayer Schering sem framleiðir Yasmín pilluna segir ekkert í henni sem ætti að auka hættu á blóðtappa en fyrirtækið neitaði viðtali við fréttaskýringaþáttinn Dags Dato í tengslum við málið. Um 1700 íslenskar konur nota Yasmín pilluna. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir pillunni hér á landi segja engar tilkynningar hafa borist vegna alvarlegra aukaverkana hjá íslenskum konum. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum Dags Dato á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 í gær. Greint var frá því að hátt í í sjö hundruð danskar konur eigi við alvarleg heilsuvandamál að stríða vegna notkunar á getnaðarvarnarpillum. Aukaverkanirnar geta verið mismunandi en ein sú alvarlegasta er blóðtappi sem getur dregið konur til dauða. Grunur leikur á að getnaðarvarnarpillan Yasmín valdi meiri aukaverkunum en aðrar pillur. Talið er að dauða tveggja kvenna undir tvítugu í Danmörku nýlega megi rekja beint til Yasmín pillunnar. Á síðustu fimm árum hafa 10 stúlkur undir tvítugu sem notuðu Yasmín pilluna verið lagðar inn á Esbjerg spítala í suður Danmörku vegna blóðtappa í lungum. Yasmín pillan er vinsælust meðal yngri kvenna þar í landi og hefur verið auglýst að hún valdi ekki þyngdaraukningu. Louise Nilsen fékk blóðtappa 24 ára gömul fyrir fjórum árum og var nær dauða en lífi. Blóðtappinn var rakinn til Yasmín pillunnar. Þýska lyfjafyrirtækið Bayer Schering sem framleiðir Yasmín pilluna segir ekkert í henni sem ætti að auka hættu á blóðtappa en fyrirtækið neitaði viðtali við fréttaskýringaþáttinn Dags Dato í tengslum við málið. Um 1700 íslenskar konur nota Yasmín pilluna. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir pillunni hér á landi segja engar tilkynningar hafa borist vegna alvarlegra aukaverkana hjá íslenskum konum.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira