Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar 6. júní 2007 11:56 Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira