Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla 6. júní 2007 12:12 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum. Fréttir Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira