Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu 7. júní 2007 19:04 Um þrjú hundruð börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. Ingibjörg Naomi Friðþjófsdóttir er móðir Halldórs Finnssonar 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu og var á biðlista hjá Greiningarstöðinni í þrjú ár. Frá því Halldór var þriggja ára hefur hann velkst um í kerfinu og var lengi talinn ofvirkur með athyglisbrest. Ingibjörgu grunaði að eitthvað alvarlegra væri að og greindi ítrekað frá hegðun hans við lækna. 9 ára var Halldór settur á biðlista hjá Greiningarstöðinni og útlit var fyrir að hann kæmist að eftir sex mánuði eða ár. Ingibjörg var mjög ósátt því Halldór var ólæs 9 ára og glímdi við ýmis vandamál í skólanum. Svörin voru að ekkert fagfólk væri til staðar. Ingibjörg segir erfitt að hafa ekki vitað hvað amaði að Halldóri í svona langan tíma og aðkast frá öðru fólki hafi verið erfiðust. Ingibjörg segir að sér hafi létt þegar Halldór fékk loksins rétta greiningu, Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að eyða biðlistum hjá Greiningarstöð ríkisins. Meirihluti þeirra eru börn á grunnskólaaldri. Evald Sæmundsen sviðsstjóri hjá Greiningarstöð segir að þekking á þroskafrávikum sé orðin meiri og æ fleiri börn þurfi greiningu. Yngri börn hafa forgang hjá Greiningarstöðinni því betra þykir að grípa inn í snemma hjá barni með þroskafrávik. Biðlistarnir eru lengstir hjá grunnskólabörnum og því vantar sérmenntað starfsfólk fyrir þann aldurshóp. Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Um þrjú hundruð börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. Ingibjörg Naomi Friðþjófsdóttir er móðir Halldórs Finnssonar 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu og var á biðlista hjá Greiningarstöðinni í þrjú ár. Frá því Halldór var þriggja ára hefur hann velkst um í kerfinu og var lengi talinn ofvirkur með athyglisbrest. Ingibjörgu grunaði að eitthvað alvarlegra væri að og greindi ítrekað frá hegðun hans við lækna. 9 ára var Halldór settur á biðlista hjá Greiningarstöðinni og útlit var fyrir að hann kæmist að eftir sex mánuði eða ár. Ingibjörg var mjög ósátt því Halldór var ólæs 9 ára og glímdi við ýmis vandamál í skólanum. Svörin voru að ekkert fagfólk væri til staðar. Ingibjörg segir erfitt að hafa ekki vitað hvað amaði að Halldóri í svona langan tíma og aðkast frá öðru fólki hafi verið erfiðust. Ingibjörg segir að sér hafi létt þegar Halldór fékk loksins rétta greiningu, Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að eyða biðlistum hjá Greiningarstöð ríkisins. Meirihluti þeirra eru börn á grunnskólaaldri. Evald Sæmundsen sviðsstjóri hjá Greiningarstöð segir að þekking á þroskafrávikum sé orðin meiri og æ fleiri börn þurfi greiningu. Yngri börn hafa forgang hjá Greiningarstöðinni því betra þykir að grípa inn í snemma hjá barni með þroskafrávik. Biðlistarnir eru lengstir hjá grunnskólabörnum og því vantar sérmenntað starfsfólk fyrir þann aldurshóp.
Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent