Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu 7. júní 2007 19:04 Um þrjú hundruð börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. Ingibjörg Naomi Friðþjófsdóttir er móðir Halldórs Finnssonar 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu og var á biðlista hjá Greiningarstöðinni í þrjú ár. Frá því Halldór var þriggja ára hefur hann velkst um í kerfinu og var lengi talinn ofvirkur með athyglisbrest. Ingibjörgu grunaði að eitthvað alvarlegra væri að og greindi ítrekað frá hegðun hans við lækna. 9 ára var Halldór settur á biðlista hjá Greiningarstöðinni og útlit var fyrir að hann kæmist að eftir sex mánuði eða ár. Ingibjörg var mjög ósátt því Halldór var ólæs 9 ára og glímdi við ýmis vandamál í skólanum. Svörin voru að ekkert fagfólk væri til staðar. Ingibjörg segir erfitt að hafa ekki vitað hvað amaði að Halldóri í svona langan tíma og aðkast frá öðru fólki hafi verið erfiðust. Ingibjörg segir að sér hafi létt þegar Halldór fékk loksins rétta greiningu, Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að eyða biðlistum hjá Greiningarstöð ríkisins. Meirihluti þeirra eru börn á grunnskólaaldri. Evald Sæmundsen sviðsstjóri hjá Greiningarstöð segir að þekking á þroskafrávikum sé orðin meiri og æ fleiri börn þurfi greiningu. Yngri börn hafa forgang hjá Greiningarstöðinni því betra þykir að grípa inn í snemma hjá barni með þroskafrávik. Biðlistarnir eru lengstir hjá grunnskólabörnum og því vantar sérmenntað starfsfólk fyrir þann aldurshóp. Innlent Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Um þrjú hundruð börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. Ingibjörg Naomi Friðþjófsdóttir er móðir Halldórs Finnssonar 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu og var á biðlista hjá Greiningarstöðinni í þrjú ár. Frá því Halldór var þriggja ára hefur hann velkst um í kerfinu og var lengi talinn ofvirkur með athyglisbrest. Ingibjörgu grunaði að eitthvað alvarlegra væri að og greindi ítrekað frá hegðun hans við lækna. 9 ára var Halldór settur á biðlista hjá Greiningarstöðinni og útlit var fyrir að hann kæmist að eftir sex mánuði eða ár. Ingibjörg var mjög ósátt því Halldór var ólæs 9 ára og glímdi við ýmis vandamál í skólanum. Svörin voru að ekkert fagfólk væri til staðar. Ingibjörg segir erfitt að hafa ekki vitað hvað amaði að Halldóri í svona langan tíma og aðkast frá öðru fólki hafi verið erfiðust. Ingibjörg segir að sér hafi létt þegar Halldór fékk loksins rétta greiningu, Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að eyða biðlistum hjá Greiningarstöð ríkisins. Meirihluti þeirra eru börn á grunnskólaaldri. Evald Sæmundsen sviðsstjóri hjá Greiningarstöð segir að þekking á þroskafrávikum sé orðin meiri og æ fleiri börn þurfi greiningu. Yngri börn hafa forgang hjá Greiningarstöðinni því betra þykir að grípa inn í snemma hjá barni með þroskafrávik. Biðlistarnir eru lengstir hjá grunnskólabörnum og því vantar sérmenntað starfsfólk fyrir þann aldurshóp.
Innlent Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira