Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 19:57 MYND/Visir Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar. Innlent Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar.
Innlent Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira