Viðskipti erlent

Hlutabréf í Apple hækka enn

Steve Jobs sést hér kynna iPhone símann í janúar.
Steve Jobs sést hér kynna iPhone símann í janúar. MYND/AFP

Apple hefur ekki enn selt einn einasta iPhone en engu að síður eru fjárfestar að veðja á að hann eigi eftir að slá í gegn. Verð á bréfum í Apple hefur því risið ógurlega hratt undanfarna daga. Hlutabréf í Apple hafa hækkað um 30% síðan iPhone var kynntur í janúar og gefur það í skyn hversu miklar væntingar fjárfestar binda við tækið.

Robert Semple, gagnarýnandi Credit Suisse, sagði líklegt væri að fimm milljón eintök af tólinu myndu seljast í ár og 15 milljónir árið 2008. Bankar og fjárfestar hafa uppfært sölutölur sínar og búast nú við enn meiri sölu á iPhone en gert var ráð fyrir í upphafi. Síðan er bara að bíða og vona að gripurinn eigi ekki eftir að kosta of mikið þegar hann loks kemur á klakann. Það verður byrjað að selja símann í Bandaríkjunum þann 29. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×