Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 09:57 Valencia verður níundi áfangastaður Play á Spáni. Vísir/Vísir Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að Valencia verði níundi áfangastaður Play á Spáni en fyrir fljúgi félagið til Alicante, Barcelona, Fuerteventura, Gran Canaria, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife. „Borgin státar af undurfögrum arkitektúr sem er auðséð á dómkirkju borgarinnar og hinu heimsfræga Lista- og vísindasafni. Matarmenningin er stórfengleg og þá eru fallegar strendur ekki langt undan. Skemmtana þyrstir munu síðan finna eitthvað fyrir sinn snúð í Ruzafa-hverfinu. Valencia er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Play kynnir til sögunnar á jafnmörgum vikum. Miðasala er þegar hafin fyrir áætlunarferðir til Álaborgar í Danmörku, Faro í Portúgal og Pula í Króatíu á næsta ári en þar að auki hefur Play ákveðið að fjölga ferðum til Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra flugfélagsins, að félagið sjái fyrir mikinn áhuga á Valencia á næsta ári. „Við viljum bjóða Íslendingum upp á öfluga áætlun til sólarlandaáfangastaða og Valencia mun án efa heilla þá sem sækja borgina heim. Einnig finnum við fyrir áhuga Spánverja á að nýta þjónustu okkar til Íslands þar sem farþegar geta nýtt sér að dvelja á okkar fagra landi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram innan leiðakerfis okkar,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. 10. september 2024 10:07 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að Valencia verði níundi áfangastaður Play á Spáni en fyrir fljúgi félagið til Alicante, Barcelona, Fuerteventura, Gran Canaria, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife. „Borgin státar af undurfögrum arkitektúr sem er auðséð á dómkirkju borgarinnar og hinu heimsfræga Lista- og vísindasafni. Matarmenningin er stórfengleg og þá eru fallegar strendur ekki langt undan. Skemmtana þyrstir munu síðan finna eitthvað fyrir sinn snúð í Ruzafa-hverfinu. Valencia er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Play kynnir til sögunnar á jafnmörgum vikum. Miðasala er þegar hafin fyrir áætlunarferðir til Álaborgar í Danmörku, Faro í Portúgal og Pula í Króatíu á næsta ári en þar að auki hefur Play ákveðið að fjölga ferðum til Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra flugfélagsins, að félagið sjái fyrir mikinn áhuga á Valencia á næsta ári. „Við viljum bjóða Íslendingum upp á öfluga áætlun til sólarlandaáfangastaða og Valencia mun án efa heilla þá sem sækja borgina heim. Einnig finnum við fyrir áhuga Spánverja á að nýta þjónustu okkar til Íslands þar sem farþegar geta nýtt sér að dvelja á okkar fagra landi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram innan leiðakerfis okkar,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Ferðalög Tengdar fréttir Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. 10. september 2024 10:07 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Play bætir við áfangastað í Króatíu Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til borgarinnar Pula í Króatíu. Um er að ræða annan áfangastað félagsins til Króatíu en boðið hefur verið upp á ferðir til Split. 10. september 2024 10:07