Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar 11. júní 2007 16:24 MYND/Vísir Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. Hann ályktar sem svo að hlíta verði ráðgjöf stofnunarinnar, fara að tillögum um samdrátt í veiðum og innleiða hina nýju aflareglu. Í ályktuninni segir að pólitískum ákvörðunum um veiði úr þorskstofninum langt umfram ráðgjöf eins og viðgengist hefur um árabil verði að linna. Beita verði varúðarnálgun um veiðiálag þannig að takast megi að snúa núverandi þróun við og byggja hrygningarstofninn upp. Mistekist hefur að vernda og byggja stofninn upp með núgildandi fiskveiðistjórn, verndunaraðgerðum og ákvörðunum um veiðiálag. Sú staðreynd og alvarlegar horfur um viðkomu þorskstofnsins næstu árin eru röksemdir fyrir því að endurmeta verði undirstöður og aðferðafræði á þessu sviði frá grunni. Í ályktuninni er bent á mikilvægi þess að innleiða vistvænar aðferðir og stuðla að sjálfbærri þróun í greininni. Þingflokkurinn lýsir sig reiðubúinn til þverpólitísks samstarfs um heildarendurskoðun allrar aðferðafræði við fiskveiðistjórn og skipan sjávarútvegsmála Bent er á að samhliða fyrirsjáanlegum samdrætti í veiðum og endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar sé óumflýjanlegt að grípa til markvissra hliðaraðgerða til að treysta undirstöður atvinnulífs og búsetu í sjávarbyggðunum. Margar eiga þegar í erfiðleikum og þurfa svo í framhaldinu að takast á við afleiðingar minni þorskveiða. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. Hann ályktar sem svo að hlíta verði ráðgjöf stofnunarinnar, fara að tillögum um samdrátt í veiðum og innleiða hina nýju aflareglu. Í ályktuninni segir að pólitískum ákvörðunum um veiði úr þorskstofninum langt umfram ráðgjöf eins og viðgengist hefur um árabil verði að linna. Beita verði varúðarnálgun um veiðiálag þannig að takast megi að snúa núverandi þróun við og byggja hrygningarstofninn upp. Mistekist hefur að vernda og byggja stofninn upp með núgildandi fiskveiðistjórn, verndunaraðgerðum og ákvörðunum um veiðiálag. Sú staðreynd og alvarlegar horfur um viðkomu þorskstofnsins næstu árin eru röksemdir fyrir því að endurmeta verði undirstöður og aðferðafræði á þessu sviði frá grunni. Í ályktuninni er bent á mikilvægi þess að innleiða vistvænar aðferðir og stuðla að sjálfbærri þróun í greininni. Þingflokkurinn lýsir sig reiðubúinn til þverpólitísks samstarfs um heildarendurskoðun allrar aðferðafræði við fiskveiðistjórn og skipan sjávarútvegsmála Bent er á að samhliða fyrirsjáanlegum samdrætti í veiðum og endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar sé óumflýjanlegt að grípa til markvissra hliðaraðgerða til að treysta undirstöður atvinnulífs og búsetu í sjávarbyggðunum. Margar eiga þegar í erfiðleikum og þurfa svo í framhaldinu að takast á við afleiðingar minni þorskveiða.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira