Viðskipti erlent

Líkur á betra boði frá Barclays í ABN Amro

Eitt útibúa ABN Amro í Hollandi.
Eitt útibúa ABN Amro í Hollandi. Mynd/AFP

Breski bankinn Barclays er sagður ætla að leggja inn nýtt og bætt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Til stóð að greiða fyrir yfirtökuna með hlutabréfum í Barclays en nú lítur út fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur með reiðufé.

Yfirtökutilboð Barclays hljóðar upp á 65 milljarða evrur, jafnvirði um 6.000 milljarða íslenskra króna. Barclays etur kappi við þrjá banka undir forystu Royal Bank of Scotland um ABN Amro en þeir bjóða talsvert betur í hollenska bankann. Tilboð þeirra hljóðar upp á 71,4 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 6.100 milljarða íslenskra króna. Er horft til þess að með nýju boði aukist líkurnar á því að Barlays tryggi sé bankann, að mati fréttastofu Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×