Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP

Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu.

Hann sagði ennfremur að bankinn muni fylgjast grannt með þróun mála og muni hann hækka vextina rólega ef nauðsyn bæri til.

Stýrivextir voru hækkaði um 25 punkta síðasta sumar og stóðu þá í 0,25 prósentum. Þetta var fyrsta stýrivaxtahækkun seðlabankans í sex ár en þeir voru núllstilltir í ágúst árið 2000 eftir efnahagslægð sem reið yfir Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×