Viðskipti erlent

Beðið eftir Boeing

Dreamliner 787 farþegaþota frá Boeing.
Dreamliner 787 farþegaþota frá Boeing.

Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er búist við að Dreamliner-þota bandaríska flugvélaframleiðandans muni seljast vel á sýningunni, sem er sú stærsta í heimi og verður aðeins stærri með hverju árinu.

Dreamliner-þota Boeing kemur á markað á næsta ári og telja margir að það muni tryggja fyrirtækið í sessi sem umsvifamesti framleiðandi farþegaþota í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×