Viðskipti erlent

Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum

Fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur ekki verið með dræmara móti í sextán ár.
Fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur ekki verið með dræmara móti í sextán ár. Mynd/AFP
1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að betur blási á næstunni því 1,5 byggingaleyfi voru veitt fyrir nýbyggingum í mánuðinum.

Fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið með slakasta móti síðustu mánuði eða allt frá því skellur varð á fasteignalánamarkaði í mars. Staðan hefur ekki verið verri vestanhafs í sextán ár, að sögn breska ríkisútvarpsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×