Króatíski varnarjaxlinn Robert Kovac hefur ákveðið að snúa aftur í þýsku úrvalsdeildina en í dag gekk hann frá samningi við Dortmund. Kovac lék með Juventus á síðustu leiktíð en var með lausa samninga þar í sumar. Hann hafði upprunalega ætlað að ganga í raðir Dinamo Zagreb í heimalandinu, en ákvað að fara til Þýskalands þar sem hann er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa spilað með Leverkusen og Bayern á árum áður.
Kovac er reyndar fæddur í þýskalandi og hefur hann skrifað undir tveggja ára samning við Dortmund. Hann segist ánægður að vera kominn aftur í þýsku úrvalsdeildina þar sem hann mun líklega fá það hlutverk að fylla skarð Christoph Metzelder sem er við það að ganga í raðir Real Madrid.