Viðskipti erlent

Yahoo kaupir íþróttaveitu

Jerry Yang, annar stofnenda netveitunnar Yahoo, sem settist í forstjórastól fyrirtækisins í vikunni.
Jerry Yang, annar stofnenda netveitunnar Yahoo, sem settist í forstjórastól fyrirtækisins í vikunni. Mynd/AFP

Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp en vefurinn er einn helsti samkeppnisaðili netmiðilsins Scout.com, sem fjölmiðlasamsteypa Ruperts Murdoch keypti í fyrra fyrir 60 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 3,7 milljarða íslenskra króna.

Jerry Yang tók við forstjórastólnum í vikunni eftir að Terry Semel, fyrrum forstjóri netveitunnar, yfirgaf óvænt forstjórastólinn.

Horft er til þess að kaupin auki hlutdeild Yahoo á netmarkaði.

Rival.com er fréttaveita sem beinir sjónum að háskólaíþróttum, sem njóta mikilla vinsælda vestanhafs. Notendur eru um 185.000 talsins og greiða um 10 dali, rúmar 600 íslenskar krónur, í áskrift á mánuði fyrir niðurstöður úr leikjum og fleira tengt íþróttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×