Fótbolti

Makaay vildi ekki fara til Bremen

Roy Makaay fer frá Bayern ef félagið finnur kaupanda sem tilbúinn er að borga rétt verð
Roy Makaay fer frá Bayern ef félagið finnur kaupanda sem tilbúinn er að borga rétt verð NordicPhotos/GettyImages

Nú er ljóst að hollenski framherjinn Roy Makaay mun fara frá Bayern Munchen eftir að félagið festi kaup á Miroslav Klose frá Bremen. Makaay fellur fyrir vikið aftar í goggunarröðinni hjá liðinu og segir talsmaður Bayern honum frjálst að fara - þó aðeins fyrir rétt verð.

Stjórnarformaðurinn Karl-Heinz Rummenigge segir að Bremen hafi gert fyrirspurn í bæði Lukas Podolski og Makaay í skiptum fyrir Klose, en hvorugur leikmaðurinn hafi vilja fara til Bremen. "Við höfum fengið fullt af tilboðum í Makaay en við greiddum háa upphæð fyrir hann þegar við fengum hann á sínum tíma og viljum því fá mikið fyrir hann þegar við seljum hann," sagði Rummenigge. Makaay hefur lýst því yfir að hann vilji fara til Spánar eða heim til Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×