Fótbolti

Makaay farinn til Feyenoord

Makaay er farinn heim til Hollands
Makaay er farinn heim til Hollands NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Roy Makaay er farinn frá Bayern Munchen í Þýskalandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Feyenoord í heimalandi sínu. Bayern keypti Makaay fyrir metfé, 18,75 milljónir evra, árið 2003. Hann var ekki inni í framtíðarplönum þýska félagsins fyrir næstu leiktíð og snýr nú aftur til félagsins sem hann lék með í heimalandinu fyrir áratug.

Makaay var kallaður "Markadraugurinn" í Þýskalandi fyrir að vera iðinn við að finna netmöskvana og skoraði 102 mörk fyrir Bayern í 178 leikjum fyrir félagið. Hann varð markahæsti leikmaður Evrópu leiktíðina 2002-03 þar sem hann skoraði 29 mörk. Aðeins göðsögnin Gerd Muller getur státað af öðru eins markahlutfalli og Makaay í sögu Bayern Munchen. Hann setti líka eftirminnilegt met í Meistaradeild Evrópu í mars þegar hann skoraði mark fyrir Bayern eftir aðeins 10,2 sekúndur í leik gegn Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×