Hrossabændurnir Siggi Sig og Sigurbjörn Bárðar eru sigurvegarar á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis sem fram fóru á Selfossi nú í kvöld. Sigurður gerði sér lítið fyrir og sveif yfir hundrað metrana á 7,18 sekúntum á henni Drífu sinni sem er óstaðfest heimsmet. Sigurbjörn sigraði bæði í 250m og 150m metra skeiðinu.
