Viðskipti innlent

Teymi hagnast um 1,16 milljarða

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.

Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Sala fjórðungsins nam 5,16 milljörðum króna og jókst um fimmtán prósent frá sama tímabili árið áður.



Hagnaður Teymis á fyrri helmingi ársins nam 2,76 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 1,81 milljörðum króna.

Haft er eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Teymis, í tilkynningu til Kauphallar Íslands að velta samstæðunnar á fjórðungnum hafi verið í takti við áætlanir og EBITDA-framlegð yfir áætlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×