Hundur skaut eigandann í bakið Óli Tynes skrifar 8. ágúst 2007 10:50 Frændi byssubófans. Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Á þessum þeytingi sínum þeytti hann skammbyssu húsbóndans af sófaborðinu. Það hljóp skot úr byssunni og eigandinn hneig niður, með skot í bakinu. Miesha Lucas, kærasta hins skotna segir að King George hafi strax áttað sig á því að hann hefði gert eitthvað rangt. Hann hnipraði sig saman úti í horni og vældi ámátlega. Sem betur fór særðist eigandinn ekki hættulega. Og honum þykir jafn vænt um King George og áður. Lögreglan segir að engin kæra verði lögð fram. Ekki kemur fram í þessari frétt hvort eigandinn hafi einusinni verið spurður um hvers vegna hann var með hlaðna skammbyssu á sófaborðinu. En þetta er nú einusinni Ameríka. Erlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. Á þessum þeytingi sínum þeytti hann skammbyssu húsbóndans af sófaborðinu. Það hljóp skot úr byssunni og eigandinn hneig niður, með skot í bakinu. Miesha Lucas, kærasta hins skotna segir að King George hafi strax áttað sig á því að hann hefði gert eitthvað rangt. Hann hnipraði sig saman úti í horni og vældi ámátlega. Sem betur fór særðist eigandinn ekki hættulega. Og honum þykir jafn vænt um King George og áður. Lögreglan segir að engin kæra verði lögð fram. Ekki kemur fram í þessari frétt hvort eigandinn hafi einusinni verið spurður um hvers vegna hann var með hlaðna skammbyssu á sófaborðinu. En þetta er nú einusinni Ameríka.
Erlent Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira