Íslenskir vísindamenn reyna að binda koltvísýring við basalt Þórir Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2007 18:30 Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári. Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári.
Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira