Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alexander Meier skoraði eina markið í leik Eintracht Frankfurt og Hansa Rostock þar sem heimamenn hrósuðu sigri. Þá gerðu Wolfsburg og Schalke 1-1 jafntefli þar sem Schalke jafnaði á 86. mínútu.
Jacek Krzynowek kom Wolfsburg yfir í fyrri hálfleik en Halil Altintop jafnaði. Þrjár umferðir eru búnar af deildinni en Bayern München er í efsta sætinu með fullt hús. Þar á eftir koma Bielefeld, Bochum og Frankfurt með sjö stig.