Lækkun í Evrópu og Asíu 29. ágúst 2007 09:11 Miðlari á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Gengi hlutabréfa féll þar í landi í gær eftir að dró úr væntingum bandarískra neytenda. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 1,69 prósent við lokun markaða í Japan í morgun en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,47 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi sömuleiðis lækkað lítillega, eða um 0,18 prósent það sem af er dags. Hin þýska Dax-vísitalan hefur lækkað um 0,54 prósent en hin franska Cac-40 um rétt rúm 0,2 prósent. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa ekki farið varhluta af lækkuninni.. Sem dæmi hefur C20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn lækkað um 0,4 prósent í dag. Öðru máli gegnir hins vegar um vísitöluna í Svíþjóð en hún hefur hækkað um 0,2 prósent. Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkaði í gær eftir að væntingarvísitalan bandarískra neytenda féll á milli mánaða. Þeir eru nú svartsýnni en áður um horfur í efnahagsmálum vegna stöðunnar á bandarískum fasteignamarkaði. Óttast er að erfiðara aðgengi að fjármagni og hærra vaxtaálag á neytendur geti orðið til þess að þeir haldi að sér höndum og dragi úr einkaneyslu. Tölur um einkaneyslu er stór liður í bandarískum hagvaxtartölum og því er óttast að afleiðingarnar geti skilað sér í minni hagvexti en reiknað var með.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira