Segist geta sannað að Harpa hafi verið seld 6. september 2007 14:30 MYND/Valli Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur. Bátsins er nú leitað til að hægt sé að bjóða hann upp. „Það er minnsta málið að sanna hvenær ég seldi bátinn," segir Jónas í samtali við Vísi. Það myndi hann hins vegar ekki gera í fjölmiðlum. Jónas sagði fyrir héraðsdómi að báturinn hefði verið í hans eigu en nú segist hann hafa átt við það að báturinn hafi einhverntíma verið eign hans. Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust þegar Harpa strandaði á Skarfaskeri haustið 2005, segist engan trúnað leggja á það að Jónas hefði selt Hörpuna í byrjun árs 2006. Hann segir alla þá sem hlýddu á mál Jónasar fyrir dómi hafa lagt þann skilning í orð hans að hann væri eigandi Hörpu á þeim tíma. Jóhannes bendir á að þar fyrir utan hafi Jónas farið með alla málsaðila og sýnt bátinn þegar málið var fyrir héraðsdómi. „Ég átti löng samtöl við Jónas um hvort og hvernig væri hægt að gera við Hörpu." Jóhannes segir að á þeim tíma hafi öllum skilist að Jónas væri eigandinn og að hann hyggðist gera bátinn upp sjálfur. Harpa var tekin í löggeymslu í október 2006 eftir að dómur féll í máli gegn Jónasi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hins vegar var ekki farið fram á kyrrsetningarkröfu áður en málið fór fyrir dóm. „Ef Jónas vill sýna fram á það með einhverjum gögnum að hann hafi verið búinn að selja bátinn áður en hann var settur í löggeymslu þá er honum velkomið að koma þeim á skrifstofu mína, hann veit hvar þær eru til húsa," segir Jóhannes R. Jóhannsson að lokum. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur. Bátsins er nú leitað til að hægt sé að bjóða hann upp. „Það er minnsta málið að sanna hvenær ég seldi bátinn," segir Jónas í samtali við Vísi. Það myndi hann hins vegar ekki gera í fjölmiðlum. Jónas sagði fyrir héraðsdómi að báturinn hefði verið í hans eigu en nú segist hann hafa átt við það að báturinn hafi einhverntíma verið eign hans. Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust þegar Harpa strandaði á Skarfaskeri haustið 2005, segist engan trúnað leggja á það að Jónas hefði selt Hörpuna í byrjun árs 2006. Hann segir alla þá sem hlýddu á mál Jónasar fyrir dómi hafa lagt þann skilning í orð hans að hann væri eigandi Hörpu á þeim tíma. Jóhannes bendir á að þar fyrir utan hafi Jónas farið með alla málsaðila og sýnt bátinn þegar málið var fyrir héraðsdómi. „Ég átti löng samtöl við Jónas um hvort og hvernig væri hægt að gera við Hörpu." Jóhannes segir að á þeim tíma hafi öllum skilist að Jónas væri eigandinn og að hann hyggðist gera bátinn upp sjálfur. Harpa var tekin í löggeymslu í október 2006 eftir að dómur féll í máli gegn Jónasi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hins vegar var ekki farið fram á kyrrsetningarkröfu áður en málið fór fyrir dóm. „Ef Jónas vill sýna fram á það með einhverjum gögnum að hann hafi verið búinn að selja bátinn áður en hann var settur í löggeymslu þá er honum velkomið að koma þeim á skrifstofu mína, hann veit hvar þær eru til húsa," segir Jóhannes R. Jóhannsson að lokum.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira