Tvö mörk frá Miroslav Klose færðu Þýskalandi 2-0 sigur yfir Wales í D-riðlinum. Þessi sóknarmaður Bayern München skoraði fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mínútna leik og bætti síðan öðru við með skalla í þeim síðari.
Sóknarleikur Wales var bitlaus en Craig Bellamy var sárt saknað. Þjóðverjar voru líklegri til að bæta við en heimamenn í Wales að minnka muninn.
Þýskaland leiðir D-riðilinn með 22 stig eftir átta leiki en Wales er með sjö stig eftir jafnmarga leiki. Tékkar eru í öðru sætinu með sautján stig en þeir unnu San Marino örugglega. Írar hafa fjórtán stig í þriðja sæti.
Undankeppni EM - D riðill
San Marino - Tékkland 0-3
Slóvakía - Írland 2-2
Wales - Þýskaland 0-2