Fótbolti

Forysta Bayern aðeins eitt stig

Oliver Kahn þurfti að sækja knöttinn í netið í dag, þungur á brún.
Oliver Kahn þurfti að sækja knöttinn í netið í dag, þungur á brún. NordicPhotos/GettyImages

Bayern Munchen þurfti í dag að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Schalke í toppleiknum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrumufleygur Iva Rakitic á 36. mínútu sló þögn á 66,000 áhorfendur á Alianz Arena, en Miroslav Klose jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínutum eftir hlé.

Eftir fimm leiki hefur Bayern forystu í deildinni mðe 11 stig - einu á undan Öskubuskuliði Bielefeld og Frankfurt. Bielefeld lagði Hansa Rostock 4-2 heima í dag og Frankfurt vann góðan 2-1 útisigur á Hamburg.

Dortmund er í fjórða sæti deildarinnar eftir frábæran 3-0 sigur á Bremen á föstudaginn og Leverkusen er í fimmta sætinu eftir 2-0 heimasigur á Bochum. Þá koma meistarar Stuttgart með sjö stig líkt og Schalke, en liðið vann Cottbus auðveldlega 3-0 á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×