Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri í Japan.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri í Japan. Mynd/AFP

Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000.

Stýrivextir í Japan voru núllstilltir árið 2000 í kjölfar efnahagslægðar sem gekk yfir Asíu undir lok síðustu aldar. Þeir voru ekki hækkaðir fyrr um mitt síðasta sumar og svo aftur í febrúar síðastliðnum, um 25 punkta í bæði skipiti.

Fjármálaskýrendur telja almennt, að þegar dragi úr óróleika á fjármálamörkuðum muni seðlabankinn í Japan hækka stýrivexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×