Viðskipti erlent

Ebay ofgreiddi fyrir Skype

Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna.

Fyrirtækið telur nú að verðmæti Skype liggi nær 1,43 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 88 milljarða íslenskra króna, sem er um 900 milljónum dölum minna en reitt var fram fyrir tveimur árum.

Helsta ástæðan fyrir lægra verðmati eru minni tekjur af notkun Skype en áætlað var. Tekjurnar námu einungis 90 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt upplýsingum ebay.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×