Viðskipti erlent

Vísitölurnar upp og niður

Miðlari í kauphöllinni á Taílandi rýnir í upplýsingar í dagblaði. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að óróleiki á fjármálamarkaði sé á enda.
Miðlari í kauphöllinni á Taílandi rýnir í upplýsingar í dagblaði. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að óróleiki á fjármálamarkaði sé á enda. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður.

Þannig hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur sömuleiðis hækkað lítillega, eða um rúm 0,3 prósent á meðan vísitölur í Þýskalandi og Frakklandi hafa lækkað lítillega.

Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð síðustu daga enda þykja fjárfestar bjartsýnir á að óróleiki á hlutabréfamörkuðum, sem hófst skömmu eftir miðjan júlí, sé á enda, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg, sem þó varar við of mikilli bjartsýni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×