Jón Arnór Stefánsson átti glimrandi góðan leik þegar lið hans, Lottomatica Roma, lék gegn NBA-liðinu Toronto Raptors.
Lokatölur leiksins voru 93-87, Toronto í hag eftir mjög jafnan og spennandi leik.
Jón Arnór skoraði nítján stig í leiknum og var næst stigahæstur sinna manna í leiknum. Hann lék í 34 mínútur, skoraði úr sjö af níu skotum sínum utan af velli, þar af þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum. Hann tók fimm fráköst, öll í vörninni og gaf tværstoðsendingar.
Chris Bosh var stigahæstur leikmanna Toronto, skoraði 23 stig og tók líka flest fráköst, níu talsins. Andrea Bargnani skoraði fimmtán stig og tók sjö fráköst.
Leikurinn var liður í NBA-Europe kynningarherferðinni.
Jón átti stórleik gegn Toronto Raptors
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
