Viðskipti erlent

Skellur hjá Bank of America

Fjölmargar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir skelli vegna samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs.
Fjölmargar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir skelli vegna samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs. Mynd/AFP

Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Hagnaðurinn nam 3,7 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 222 millljarða króna, samanborið við 5,4 milljarða dala í fyrra. Þetta er talsvert undir væntingum markaðsaðila en þeir höfðu reiknað með því að hagnaðurinn myndi nema 1,06 dölum á hlut í stað 82.

Gengi bréfa í bankanum féll í kjölfarið um 3,4 prósent í utanmarkaðsviðskiptum en markaðir vestanhafs opna eftir rúman klukkutíma.

Greinendur telja líkur á að vandræði bandarískra fjármálastofnana á borð við Bank of America geti leitt til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta fundi sínum í lok þessa mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×