Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum 18. október 2007 14:05 Fjárfestar þykja ekki glaðir í Bandaríkjunum í dag eftir að Bank of America, næststærsti banki landsins, skilaði döpru uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mynd/AP Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans dróst saman um 32 prósent á milli ára og nam litlum 3,7 milljörðum dala, jafnvirði um 222 milljarða íslenskra króna. Afkoman er talsvert undir væntingum markaðsaðila en þykir endurspegla þau vandræði sem fjármálaheimurinn vestanhafs stendur frammi fyrir í kjölfar samdráttar á fasteignalánamarkaði. Fréttastofur Bloomberg og Associated Press hafa hins vegar eftir greinendum að óróleiki á fjármálamörkuðum síðustu vikur sem hafi sett skarð í afkomu fjármálafyrirtækja auki líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í enda þessa mánaðar. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent frá því viðskipti hófust vestanhafs í dag, Nasdaq-vísitalan um 0,69 prósent og S&P um 0,49 prósent. Þetta er í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Þar á meðal í Kauphöllinni hér en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,02 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður bankans dróst saman um 32 prósent á milli ára og nam litlum 3,7 milljörðum dala, jafnvirði um 222 milljarða íslenskra króna. Afkoman er talsvert undir væntingum markaðsaðila en þykir endurspegla þau vandræði sem fjármálaheimurinn vestanhafs stendur frammi fyrir í kjölfar samdráttar á fasteignalánamarkaði. Fréttastofur Bloomberg og Associated Press hafa hins vegar eftir greinendum að óróleiki á fjármálamörkuðum síðustu vikur sem hafi sett skarð í afkomu fjármálafyrirtækja auki líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í enda þessa mánaðar. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent frá því viðskipti hófust vestanhafs í dag, Nasdaq-vísitalan um 0,69 prósent og S&P um 0,49 prósent. Þetta er í samræmi við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Þar á meðal í Kauphöllinni hér en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,02 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira