Fótbolti

Bayern enn án taps

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bastian Schweinsteiger fagnar sigurmarki sínu í dag.
Bastian Schweinsteiger fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordic Photos / Bongarts

Bayern München vann sinn áttunda leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann Bochum, 2-1.

Dennis Grote kom heimamönnum í Bochum yfir á tíundu mínútu en Franck Ribery jafnaði metin á 35. mínútu. Það var svo Bastian Schweinsteiger sem skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu.

Þá vann Werder Bremen 3-1 sigur á Herthu Berlín og kom sér í annað sæti deildarinnar. Markus Rosenberg skoraði tvö mörk fyrir Bremen og Hugo Almeida eitt. Gilberto skoraði mark Herthu Berlín.

Þýskalandsmeistarar Stuttgart steinlágu á útivelli fyrir Hamburg, 4-1. Ivica Olic skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins, öll í fyrri hálfleik. Joris Mathijsen bætti því fjórða við áður en Serdar Tasci minnkaði muninn á 73. mínútu.

Pavel Pardo, leikmaður Stuttgart, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Stuttgart er í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eftir jafnmarga leiki.

Úrslit annarra leikja:

Leverkusen - Dortmund 2-2

Nürnberg - Frankfurt 5-1

Rostock - Schalke 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×