Innlent

Stöð 2 fær átta tilnefningar til Eddunnar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Hin eina sanna Edda er tilnefnd til Eddunnar 2007.
Hin eina sanna Edda er tilnefnd til Eddunnar 2007.
Átta tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 tengjast Stöð 2. Fréttaskýringarþátturinn Kompás er tilnefndur í flokknum Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kompás hlaut verðlaunin í fyrra. Gamanþáttaröðin Næturvaktin fær tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni og handrit. Pétur Jóhann Sigfússon fær einnig tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Stelpurnar fá sömuleiðis tilnefningu í flokknum leikið sjónvarpsefni, en þær hlutu Edduverðlaunin á síðasta ári í sama flokki. Sjónvarpsþátturinn Tekinn 2 fær tilnefningu fyrir Skemmtiþátt ársins. Þá fá Edda Andrésdóttir fréttamaður og Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss tilnefningar sem Sjónvarpsmaður ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×