Afkoma Microsoft yfir væntingum 26. október 2007 09:06 Bill Gates, stjórnarformaður og annar af stofnendum hugbúnaðarrisans Microsoft, teygir úr sér á kynningarfundi fyrirtækisins. Mynd/AFP Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. Þá námu tekjur hugbúnaðarrisans 13,76 milljörðum dala, sem er 27 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er langtum betri afkoma en markaðsaðilar höfðu reiknað með og telja greinendur að næsti fjórðungur verði mjög góður hjá fyrirtækinu. Gengi hlutabréfa í Microsoft tók kipp eftir að afkomutölurnar lágu fyrir við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gærkvöldi og stukku upp um ellefu prósent eftir langa kyrrstöðu. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 35 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. Þá námu tekjur hugbúnaðarrisans 13,76 milljörðum dala, sem er 27 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er langtum betri afkoma en markaðsaðilar höfðu reiknað með og telja greinendur að næsti fjórðungur verði mjög góður hjá fyrirtækinu. Gengi hlutabréfa í Microsoft tók kipp eftir að afkomutölurnar lágu fyrir við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í gærkvöldi og stukku upp um ellefu prósent eftir langa kyrrstöðu. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 35 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira