Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur 1. nóvember 2007 20:55 Helgi Magnússon tryggði KR ótrúlegan sigur á Njarðvík í kvöld KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Sjá meira
KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Sjá meira