Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur 1. nóvember 2007 20:55 Helgi Magnússon tryggði KR ótrúlegan sigur á Njarðvík í kvöld KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik. Dominos-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira