Enski boltinn

Lahm vill fara til Barcelona

Philipp Lahm skoraði eftirminnilegt mark fyrir Þjóðverja á HM í fyrra
Philipp Lahm skoraði eftirminnilegt mark fyrir Þjóðverja á HM í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Þýski landsliðsmaðurinn Philipp Lahm hjá Bayern Munchen lét þau orð falla í viðtali við Bild í dag að hann hefði áhuga á að fara til Barcelona. Þessi 23 ára gamli bakvörður hefur verið hjá Bayern í tvö ár og sló í gegn með landsliðinu á HM í fyrrasumar.

"Ég væri til í að taka næsta skref á ferlinum með Barcelona, því þar fær maður að vaxa og dafna sem leikmaður líkt og hjá Chelsea eða Real Madrid. Nú verð ég bráðum orðinn 24 ára gamall og það er á þessum aldri sem best er að reyna fyrir sér erlendis. Það er orðið of seint þegar maður er orðinn 29 ára," sagði Lahm í samtali við Bild.

Þessi yfirlýsing bakvarðarins á eflaust eftir að vekja litla kátínu hjá forráðamönnum Bayern Munchen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×