Ensku liðin komust vel frá sínum verkefnum í UEFA-bikarkeppninni í kvöld er sextán leikir fóru fram í keppninni.
Everton vann Nürnberg í Þýskalandi, 2-0, en mörkin skoruðu Mikel Arteta úr víti og Victor Anichebe seint í leiknum. Bjarni Þór Viðarsson var á varmannabekk Everton en kom ekki við sögu.
Anichebe kom inn á sem varamaður og hafði mikil áhrif á leikinn þar sem hann fiskaði vítið sem Arteta skoraði úr og innsiglaði svo sjálfur sigurinn fimm mínútum síðar.
Tottenham vann góðan útisigur á Hapoel Tel-Aviv, 2-0, en það voru þeir Dimitar Berbatov og Robbie Keane sem skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik.
Bolton mætti stórliði Bayern München í Þýskalandi í kvöld og slapp vel frá verkefninu. Bolton komst yfir en Lukas Podolski skoraði tvö fyrir Bayern í kvöld og virtist hafa tryggt Þjóðverjum sigurinn. En þá skoraði Kevin Davies jöfnunarmark Bolton undir lok leiksins.
Norska liðið Brann gerði 1-1 jafntefli við Rennes á útivelli eftir að hafa komist marki yfir í fyrri hálfleik. Rennes jafnaði úr vítaspyrnu seint í leiknum.
Þá lék Ólafur Ingi Skúlason allan leikinn fyrir Helsingborg sem vann frábæran sigur á Galatasaray á útivelli, 3-2.
A-riðill:
Larissa - Zenit 2-3
Nürnberg - Everton 0-2
0-1 Mikel Arteta, víti (83.), 0-2 Victor Anichebe (88.).
Bjarni Þór Viðarsson var á varamannabekk Everton.
Staðan:
1. Everton 6 stig
2. Zenit 4
3. AZ 1
4. Nürnberg 0
5. Larissa 0
B-riðill:
FCK - Panathinaikos 0-1
Aberdeen - Lokomotiv Moskva 1-1
Staðan:
1. Panathinaikos 6 stig
2. Lokomotiv Moskva 2
3. Atletico Madríd 1
4. Aberdeen 1
5. FC Kaupmannahöfn 0
C-riðill:
Mlada - Villarreal 1-2
0-1 Nihat (33.), 0-2 Carzorla (56.), 1-2 Alexandre Mendy (90.).
Fiorentina - Elfsborg 6-1
Staðan:
1. Fiorentina 4
2. Villarreal 4
3. AEK 1 stig
4. Elfsborg 1
5. Mlada 0
D-riðill:
Rennes - Brann 1-1
0-1 Azer Karadas (23.), 1-1 Bruno Cheyrou, víti (87.).
Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir Brann en Ármann Smári Björnsson var á bekknum.
Dinamo Zagreb - Basel 0-0
Staðan:
1. Basel 4 stig
2. Hamburg 3
3. Dinamo Zagreb 1
4. Brann 1
5. Rennes 1
E-riðill:
Spartak - Leverkusen 2-1
Toulouse - Sparta 2-3
Staðan:
1. Zürich 3 stig
2. Spartak 3
3. Sparta 3
4. Leverkusen 3
5. Toulouse 0
F-riðill:
Bayern - Bolton 2-2
0-1 Ricardo Gardner (8.), 1-1 Lukas Podolski (30.), 2-1 Lukas Podolski (49.), Kevin Davies (82.).
Aris - Rauða Stjarnan 3-0
Staðan:
1. Bayern 4 stig
2. Aris 3
3. Bolton 2
4. Braga 1
5. Rauða stjarnan 0
Hapoel Tel-Aviv - Tottenham 0-2
0-1 Robbie Keane (26.), 0-2 Dimitar Berbatov (31.).
AaB - Anderlecht 1-1
Staðan:
1. Anderlecht 4 stig
2. Tottenham 3
3. Getafe 3
4. AaB 1
5. Hapoel Tel-Aviv 0
H-riðill:
Galatasaray - Helsingborg 2-3
0-1 Henrik Larsson (31.), 0-2 Razak Omotoyossi (39.), 1-2 Shabani Nonda (44.), 1-3 Christoffer Andersson (75.), 2-3 Shabani Nonda (90.).
Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðjunni hjá Helsinborg.
Austria Vín - Bordeaux 1-2
Staðan:
1. Bordeaux 6 stig
2. Helsingborg 4
3. Panionios 1
4. Austria Vín 0
5. Galtasaray 0