Fótbolti

Meistararnir færðu Bayern fyrsta tapið

Hinn magnaði Diego skoraði tvö mörk fyrir Bremen í dag
Hinn magnaði Diego skoraði tvö mörk fyrir Bremen í dag NordicPhotos/GettyImages

Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lá 3-1 fyrir meisturum Stuttgart.

Mario Gomez skoraði tvö mörk og Yidiray Basturk eitt þegar Stuttgart náði fór með 3-0 forystu til leikhlés í dag. Luca Toni minnkaði muninn fyrir Bayern með sínu níunda marki í vetur en Bayern hafði aðeins fengið á sig fjögur mörk í tólf leikjum í deildinni fyrir leikinn í dag. Varnarmaðurinn Lucio hjá Bayern fékk að líta rauða spjaldið fyrir ruddaskap á 70. mínútu.

Sigur Stuttgart lyfti liðinu úr áttunda sæti í það ellefta í deildinni og þessi sigur kemur til með að blása lífi í meistarana eftir afleita byrjun á leiktíðinni.

Bayern er enn á toppnum þrátt fyrir tapið og hefur hlotið 28 stig, einu meira en Bremen sem burstaði Karlsruhe 4-0 í dag þar sem Brasilíumaðurinn Diego skoraði tvívegis.

Hamburg er í þriðja sætinu eftir 1-1 jafntefli við Schalke og hefur hlotið 27 stig eins og Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×