Allt um NBA í nótt: Boston lagði Lakers 24. nóvember 2007 11:23 Paul Pierce faðmar Kendrick Perkins eftir að sá síðarnefndi átti sinn besta leik á ferlinum í sókninni NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira