Margrét Pála fær Barnamenningarverðlaun 1. desember 2007 11:24 Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Innlent Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir.
Innlent Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira