Körfubolti

Grindavík vann Keflavík í framlengdum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Keflvíkingurin Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir reynir hér að komast framhjá Jovönu Lilju Stefánsdóttur.
Keflvíkingurin Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir reynir hér að komast framhjá Jovönu Lilju Stefánsdóttur. Víkurfréttir/Jón Björn

Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í dag í Iceland Express deild kvenna er liðið lá í Grindavík í framlengdum leik, 92-90.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 78-78 en það var Helga Rut Hallgrímsdóttir sem skoraði sigurkörfu leiksins í framlengingunni.

Tiffany Roberson var stigahæst hjá Grindavík með 30 stig og Joanna Skiba skoraði 29 stig. Hjá Keflavík var TaKesha Watson stigahæst með 30 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með átján stig.

Þá vann KR lið Fjölnis í sömu deild í dag, 79-70. Monique Martin skoraði 24 stig fyrir KR og Slavic Dimovska 31 stig fyrir Fjölni.

Haukar vann nauman sigur á Val, 73-72, á Ásvöllum í dag. Kiera Hardy skoraði 35 stig fyrir Hauka og Molly Peterman 24 fyrir Val.

Keflavík og Haukar eru jöfn á toppi deildaqrinnar með tíu stig en Keflavík á leik til góða. KR er í þriðja sæti ásamt Grindavík með fjórtán stig.

Valur, Hamar og Fjölnir eru öll með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×