Bankahólfið: Tilviljun? 13. febrúar 2008 00:01 Ari Edwald Forstjóri 365 Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira