Bankahólfið: Allt í salti 20. febrúar 2008 00:01 Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira