Alfreð í björgunarleiðangur fyrir HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2008 09:00 Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun gegna lykilhlutverki í því að finna hæfan erlendan þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið. Hann sést hér með Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, sem er farinn út til Kölnar þar sem hann fer yfir stöðuna með Alfreð. fréttablaðið/pjetur Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira